Sálfræðiþjónusta
Sálfræðingur skólans tekur að sér verkefni eftir að þau hafa verið tekin fyrir á nemendaverndarráðsfundi. Nemendaverndarráð er formlegur vettvangur til að ræða og ákveða til hvaða úrræða er gripið ásamt forgangsröðun þeirra. Verkefni eru tekin fyrir samkvæmt tilvísunarferli. Allar tilvísanir skulu vera skriflegar og forráðamenn upplýstir um að máli sé vísað til ráðsins. Skilafundir eru haldnir eftir að umbeðinni greiningarvinnu er lokið hjá sérfræðingi.