Greiningar og skilafundir

Tilvísanir í greiningar fara allar til nemendaverndarráðs sem er formlegur vettvangur til að ræða og ákveða til hvaða úrræða er gripið ásamt forgangsröðun þeirra. Verkefni eru tekin fyrir samkvæmt tilvísunarferli. Allar tilvísanir skulu vera skriflegar og forráðamenn upplýstir um að máli sé vísað til ráðsins.

Skilafundir eru haldnir eftir að umbeðinni greiningarvinnu er lokið hjá sérfræðingi.

Skilafundir eru með umsjónarkennara, foreldrum/forráðamönnum, sálfræðingi og deildarstjóra. Á fundunum er greint frá niðurstöðum greininga, leitast við að finna lausn á tilteknum málum og ráðgjöf veitt. Sérfræðingur eða deildarstjóri sérkennslu boðar foreldra og aðra viðkomandi aðila á fundinn og skipuleggur mögulegan fundartíma.

Á skilafundum skal haldin fundargerð þar sem ákveðið er hver næstu skref eru við stuðning við nemendur og foreldra og tilgreint hver ber ábyrgð á því sem ákveðið er að gera. Fundargerð skal undirrituð af viðstöddum og sett í skjalavörslu með gögnum viðkomandi nemanda og umsjónarkennari fær afrit. Fundarritari setur upplýsingar um greiningu inn á  spjaldskrá nemandans í Mentor.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is