Nemendaviðtöl
Nemendaviðtöl eru á stundaskrá kennara tiltekinn dag í 30 mínútur einu sinni í viku á skólatíma viðkomandi bekkjar. Umsjónarkennarar taka alla nemendur markvisst í 15 mínútuna viðtöl í heimastofu tvisvar á ári. Viðtölin eru skipulegt jákvætt spjall og stuðst við spurningalista. Aðrir kennarar nota viðtalstímann einnig til að efla tengsl sín við nemendur ásamt því að hjálpa til við að leiðrétta framgöngu í viðkomandi kennslustundum – setja sér markmið.
Hvers vegna nemendaviðtöl?
Jákvæðari tengsl milli kennara og nemanda. Meiri líkur á að kennari geti komist að því hvað amar að ef nemanda líður ekki vel í skólanum. Tækifæri kennara til að sýna nemenda enn frekar að hann hafi áhuga á þeim og beri umhyggju fyrir námi þeirra og líðan. Aukin kynni milli nemanda og kennara.
Viðtöl sem eru eftir þörfum
-
Hjálpa nemanda við að leiðrétta framkomu – setja sér markmið, t.d. eftir margar skráningar.
-
Við rannsóknarvinnu ef tilkynnt hefur verið um einelti í bekknum.
-
Aðrar þarfir kennarans til að ræða við nemendur sína.
Foreldrum boðið að vera með í viðtalinu eða þeir boðaðir eftir eðli málsins.