Nemendaverndarráð

Í ráðinu sitja: Aðstoðarskólastjóri, námsráðgjafi, hjúkrunarfræðingur, sálfræðingur og deildarstjórar. Umsjónarkennarar og aðrir boðaðir til fundar eftir þörfum.

Ráðið heldur fundi vikulega.

Hlutverk nemendaverndarráðs er að taka við öllum erindum, hvort sem þau eru frá starfsmönnum eða foreldrum, um þjónustu stoðkerfis skólans og koma erindum í farveg sem leiðir til lausna á þeim. Foreldrar sem telja að barn þeirra þurfi einhverra hluta vegna á þjónustu stoðkerfisins að halda, eru beðnir að hafa samband við deildarstjóra sérkennslu eða viðkomandi umsjónarkennara. Foreldrum er alltaf tilkynnt ef málum barna þeirra er vísað til ráðsins.

Brúin

Til hliðsjónar:

Grunnskólalög nr. 91 2008

Reglugerð nr. 897/2009 um meðferð upplýsinga um nemendur í grunnskólum.

Reglugerð nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum.

Reglugerð nr. 584/2010 um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum.

Reglugerð nr. 585/2010 um nemendur með sérþarfir í grunnskólum.

Barnaverndarlög - nr. 80/2002

Reglugerð um málsmeðferð fyrir barnaverndarnefnd - nr. 56/2004

Barnalög - nr. 76/2003

Verklagsreglur um tilkynningaskyldu starfsmanna leik- grunn- og framhaldsskóla til barnaverndarnefnda.

Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga  - nr. 90/2018

Upplýsingalög - nr. 140/2012

Stjórnsýslulög - nr. 37/1993


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is