Námsver og sérkennsla

Umsjónarmaður stoðþjónustu skólans er Linda Sjöfn Sigurðardóttir. Viðtalstímar eru eftir samkomulagi, s. 5551546, netfang: linda.sjofn@oldutunsskoli.is Umsjónarkennarar sækja um sér- og stuðningskennslu að vori til deildarstjóra sérkennslu- og stoðþjónustu. Umsóknir eru afgreiddar út frá sérkennsluáætlun skólans. Nemendum er forgangsraðað eftir stöðu þeirra í námi og öðrum forsendum. Forgangsröðun er endurskoðuð við annaskipti og oftar ef þörf er á. Tekið er mið af greiningargögnum ef þau eru til.

Sér- og stuðningskennslan er ýmist innan eða utan bekkjar og er stuðningur við nemanda eða nemendahóp og skal ávallt vinna einstaklingsáætlun í samvinnu við foreldra ef vikið er verulega frá námsáætlun árgangsins og meta hana reglulega.

Á yngsta stigi er áherslan á málörvun og lestur. Í einstaka tilfelli er veitt sérkennsla í stærðfræði í 2.-3. bekk.

Á miðstigi er sérkennslan aðallega í íslensku og stærðfræði. Kennslan fer aðallega fram í litlum hópum eða námskeiðum (6-8 vikur).

Á unglingastigi er sérkennslan í íslensku og stærðfræði. Nemendur fara ýmist út úr bekk í lítinn hóp eða fá aðstoð inn í bekk.

Samstarf sérkennara við foreldra afar mikilvægt og veita þeir foreldrum, kennurum og stuðningsfulltrúum ráðgjöf við val á námsefni og þjálfun.

Nemendur með tilfinningalega erfiðleika og/eða hegðunarvanda eiga kost á óhefðbundnum stuðningi sem tekur mið af þörfum þeirra. Þar getur verið um að ræða auknar verk- og/eða listgreinar, drengja- og stúlknahópa í samstarfi við Ölduna, enn fremur hópefli og félagsfærniþjálfun í 4-6. bekk, sértæka vinnu með einstaklinga á öllum aldri í minni hópum að félagsfærni og sjálfstyrkingu eftir því hver þörfin er og hvaða einstaklingum nemendaverndarráð og eineltisteymi vísa til þessa úrræðis.

Nemendur með íslensku sem annað tungumál fá íslenskukennslu meðan á þarf að halda. Þeir geta fengið undanþágu frá skyldunámi í dönsku og geta í staðin fengið aukinn stuðning í íslensku, öðrum námsgreinum eða fengið metið nám á eigin tungumáli.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is