Náms- og starfsráðgjöf

Námsráðgjafi skólans er Guðrún Helga Kristjánsdóttir. Viðtalstímar eru eftir samkomulagi í síma 555 1546. Netfang: gudrunhe@oldutunsskoli.is

Námsráðgjafi í Öldtúnsskóla vinnur bæði með einstaklinga og hópa; nemendum, foreldrum og kennurum. Hlutverk námsráðgjafa er að standa vörð um velferð allra nemenda, styðja þá og liðsinna í þeim málum er snerta nám, skólavist, framhaldsnám og starfsval. Námsráðgjafi er málsvari nemenda og trúnaðarmaður og leitar lausna í málum þeirra.

Helstu verkefni námsráðgjafa eru:

  • Persónulegur og félagslegur stuðningur við nemendur, ráðgjöf í einkamálum þannig að þeir eigi auðveldara með að ná settum markmiðum í námi sínu.
  • Veita nemendum ráðgjöf og fræðslu um náms- og starfsval og um nám, störf og atvinnulíf.
  • Leiðbeina nemendum um vinnubrögð í námi.
  • Móttaka nýrra nemenda.
  • Aðstoða nemendur við að gera sér grein fyrir eigin áhugasviðum og meta hæfileika sína raunsætt miðað við nám og störf.

Námsráðgjafi vinnur í nánu samstarfi við forráðamenn eftir því sem við á og hefur samráð við aðra sérfræðinga innan og utan skólans og vísar málum einstaklinga til þeirra eftir því sem við á. Námsráðgjafi er bundinn þagnarskyldu um einkamál nemenda, að undanskyldum ákvæðum í lögum um barnavernd nr. 80/2002.

Uppfært 20.02.2013


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is