Móttökuáætlun vegna nemenda sem koma erlendis frá
Í Öldurtúnsskóla er almenn áætlun um móttöku nýrra nemenda og gildir hún fyrir alla nemendur sem koma nýjir í skólann. Almenna áætluninni tekur til allra helstu atriða sem eiga við þegar kemur að því að byrja í nýjum skóla. Í þessari áætlun er gerð grein fyrir þeim áhersluatriðum er varða sérstaklega nemendur sem koma erlendis frá og falla ekki undir almennu áætlunina.
1. Þegar óskað er eftir skólavist fyrir erlendan nemanda er: Afhent innritunareyðublað sem foreldrar fylla út í skólanum eða heima. Ákveðinn tími fyrir móttökuviðtal þar sem foreldrar og nemandi mæta ásamt túlki ef þörf krefur. Skólinn (deildarstjóri sérkennslu /aðstoðarskólastjóri) sér um panta túlk. Reiknað er með 1- 1½ klst. í viðtalið. Athugað hvort læknisskoðun hafi farið fram. Mælst til þess að foreldrar panti læknisskoðun ef svo er ekki. Foreldrar eru beðnir að hafa meðferðis heilsufarsupplýsingar og einkunnir frá fyrri skóla í viðtalið. 2. Bekkur valinn Deildarstjóri sérkennslu/skólastjórnandi velur bekk fyrir nemanda og gerir drög að skipan náms fyrir nemandann. Umsjónarkennara er tilkynnt um væntanlegan nemanda, hvaðan hann er og hvenær móttökuviðtal fer fram. Öðrum kennurum sem kenna bekknum tilkynnt um væntanlegan nemanda og starfsfólki skólans tilkynnt um nýjan nemanda. Umsjónarkennari undirbýr bekkinn fyrir komu nemandans og tilkynnir foreldrum um komu hans. Að öðru leyti vísast til verklagsreglna um móttöku nýrra nemenda. 3. Undirbúningur fyrsta viðtals Deildarstjóri stoðþjónustu safnar saman þeim gögnum sem nota á í viðtalinu: Upplýsingar um íslenska grunnskóla á móðurmáli foreldra (ef til eru) prentaðar út, skóladagatal, skólanámskrá, skólareglur, upplýsingar um mataráskrift, nesti, drykk og gæslu ef um ungan nemanda er að ræða. Aðlögun skólastarfsins ákveðin, fyrsti skóladagurinn, íslenskukennsla og annar stuðningur (t.d. að foreldrar fylgi barninu fyrstu dagana). 4. Móttökuviðtal Viðtalið sitja foreldrar og nemandi (ásamt túlki, ef þörf krefur), deildarstjóri sérkennslu og umsjónarkennari. Farið yfir innritunarblaðið og fengnar frekari upplýsingar ef þörf er á s.s. fjölskylduhagi, tungumál sem töluð eru á heimili, fyrri skólagöngu, helstu styrkleika/ veikleika nemandans og helstu áhugamál. Í móttökuviðtalinu er m.a. viðtalsgrunnur eitt úr stöðumati notaður. Eftirfarandi þættir útskýrðir:
Áður en viðtalinu lýkur verði næsti fundur ákveðinn eftir 4-6 vikur en jafnframt verði foreldrar beðnir að snúa sér til umsjónarkennara óski þeir frekari upplýsinga eða ef eitthvað kemur upp sem þarfnast úrlausnar. 5. Annað viðtal Nokkrum vikum (4-6) eftir komu barns í skólann er annað viðtal. Deildarstjóri sérkennslu boðar viðtalið en æskilegt er að boða skólahjúkrunarfræðing, fulltrúa frá félagsþjónustunni auk umsjónarkennara, foreldra og barn. Auk þess sem farið er yfir nám og starf barnsins í skólanum eru foreldrar upplýstir um ýmiss samfélagsmál s.s. barnavernd, hlutverk félagsþjónustunnar, heilsuvernd barna, félagsmiðstöðvar, íþróttafélög og annað framboð á tómstundum. Á þessum fundi verði foreldrum afhentir ýmsir bæklingar um íslenskt samfélag sem gefnir hafa verið út á nokkrum tungumálum. Foreldrar eru upplýstir um að þeim býðst túlkaþjónusta ef á þarf að halda. 6. Stöðumat Stöðumat er lagt fyrir alla nemendur sem koma erlendis frá og hafa annað móðurmál en íslensku eða ef annað tungumál en íslenska er þeirra sterkasta mál. Með stöðumati er lagður grunnur að stuðningi við nám, líðan og félagslega stöðu nemenda sem koma erlendis frá. Með því er kortlögð fyrri þekking og reynsla nemenda. Einnig er áhersla er lögð á að meta læsi og talnaskilning. Meginmarkmið stöðumats er að staðsetja nemendur í námi svo hægt sé að skipuleggja nám hvers og eins út frá styrkleikum og þörfum þeirra. Stöðumat skal lagt fyrir áður en annað viðtal með foreldrum fer fram. Sjá einnig: Handbók um kennslu tví-/fjöltyngdra nemenda í grunnskólum Uppfært ágúst 2021021 |