Lausnateymi

Starfsmenn geta sent tilvísun inn í lausnateymi ef þeir telja sig þurfa aðstoð og handleiðslu við notkun SMT verkfæranna. Lausnateymið tekur fyrir tilvísanir frá starfsmönnum.

Starfsmenn eru kallaðir á fund ráðsins þar sem farið er í lausnaleit. Ef umsjónarkennari er ekki tilvísunaraðili er hann samt kallaður á fund teymisins ásamt starfsmanni sem vísaði málinu. Gerð er áætlun um næstu skref. Þeir sem í ráðinu sitja skipta með sér málum og hafa umsjón með því ásamt tilvísunaraðila. Lausnateymið vinnur náið með SMT teymi og nemendaverndarráði.

Lausnateymi fundar einu sinni í viku, á þriðjudögum.

Þeir sem sitja í lausnateymi í Öldutúnsskóla eru: skólastjóri, teymisstjóri, námsráðgjafi, fulltrúi fjölskyldu- og skólaþjónustu, skólasálfræðingur, teymisstjóri SMT og Olweus.

Hlutverk og verklag


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is