Forvarnaráætlun
Stefna Öldutúnsskóla í forvörnum er í samvinnu við foreldra að stuðla að alhliða heilbrigði nemenda sinna með fræðslu og umræðum. Forvarnir eru breitt svið sem tengist velferð nemenda svo sem líðan, sjálfsmynd, námsárangri, skólasókn, samskiptum og áhugamálum. Markmið forvarnaráætlunar skólans er að stuðla að góðri líðan nemenda og gera þá að sterkum einstaklingum. Hér er forvarnarstefna Öldutúnsskóla.
Okkur kemur það við
Ef við verðum vör við fíkniefnaneyslu, ofbeldi, einelti eða lögbrot einhvers eða einhverra, þá gerum við ráðstafanir og látum viðeigandi aðila vita.
Virðum reglur
Setjum sjálfsagðar reglur um hegðun og framkomu og fylgjum þeim eftir. Virðum útivistarreglur.
Jákvæð viðhorf
Njótum lífsins, gleðjumst saman, leitum lausna, gerum skynsamleg lífsviðhorf að sjálfsögðum hlut. Verum óspör á hrós.
Stöndum saman
Skiptumst á upplýsingum. Tölum saman, tökum strax á málum, höldum fundi, notum símann, skrifum bréf.
Agi er styrkur, góður agi leiðir til sjálfsaga
Fíkniefni – nei takk
Virðum hvert annað
Stundum verðug viðfangsefni
Markmið
-
Nemendur meti sjálfstætt eigin lífsgildi og lífsstíl og læri að standast utanaðkomandi þrýsting.
-
Efla samskiptahæfni nemenda og að þeir læri að leysa ágreining með friðsamlegum hætti.
-
Byggja upp einstaklinga sem velja að taka ákvarðanir um heilbrigðan og vímulausan lífsstíl.
-
Fræða nemendur um gildismat, ábyr gð og gagnkvæma virðingu.