Einstaklingsáætlanir

Einstaklingsáætlun felur í sér að nemendur hafa ekki sömu námsmarkmið og nemendur í viðkomandi bekk. Markmiðin eru aðlöguð að nemandanum í einni eða fleiri námsgreinum. Einstaklingsáætlun er tæki sem hægt er að nota til þess að tryggja að nemandi með sérþarfir fái kennslu sem aðlögðuð er getu hans og hæfileikum.

Sérkennarar og/eða umsjónarkennarar gera einstaklingsáætlun fyrir hvern nemanda sem sækir þjónustu til þeirra. Mikilvægt er að vinna einstaklingsáætlun í samvinnu við forráðamenn og fá staðfestingu/samþykki þeirra með undirritun. 


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is