Olweusaráætlunin í Öldutúnsskóla

Meginreglur í Olweusaráætluninni gegn einelti

Olweusaráætlunin hvílir á fremur fáum lykilmeginreglum sem fengist hafa staðfestar í vísindalegum rannsóknum á þróun og breytingum þessa atferlisvanda, einkum árásarhneigðu atferli. Það er því mikilvægt að reyna að koma á „endurskipulagningu þess félagslega umhverfis sem er“ og að skapa skólaumhverfi (og helst líka umhverfi heima fyrir) sem einkennist af:

  • Hlýlegum og jákvæðum áhuga og alúð hinna fullorðnu.
  • Ákveðnum römmum vegna óviðunandi atferlis.
  • Stefnufastri beitingu afleiðinga brjóti nemandi gegn þeim reglum sem ákveðnar hafa verið.

Þessar meginreglur hafa svo verið „þýddar“ yfir í ýmsar aðgerðir í skólum, á heimilum og hvað hvern og einn varðar. Helstu markmið aðgerðaáætlunarinnar eru þau að breyta „skipulagi tækifæra og umbunar“ fyrir einelti þannig að mjög dragi úr möguleikum á eineltisatferli og umbun fyrir það.

Stefna og áætlun Öldutúnsskóla gegn einelti

Heimasíða Olweusarverkefnisins á Íslandi.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is