Eineltisráð Öldutúnsskóla

Í eineltisráði eru skólastjóri, tveir starfsmenn, hjúkrunarfræðingur og námsráðgjafi.

Hlutverk ráðsins er að móta það vinnuferli sem fer af stað ef grunur um einelti á sér stað og fylgja eftir stefnu skólans í eineltismálum. Sjá áætlun gegn einelti. Ráðið miðlar sérfræðiþekkingu og heldur saman upplýsingum, fer yfir þær tilkynningar sem berast til námsráðgjafa og fylgir þeim eftir við umsjónarkennara. Hægt er að vísa erfiðum eineltismálum til ráðsins sem aðstoðar umsjónarkennara við úrlausn þess. Umsjónarkennari getur auk þess lagt fyrir mál til ráðsins og fengið hóphandleiðslu. Eineltisráð fundar hálfsmánaðarlega.

Allir sem verða varir við einelti í einhverri mynd, eru hvattir til að tilkynna það til stjórnenda eða annars starfsfólks skólans sem skráir málið og kemur því áfram í réttan farveg til úrvinnslu. Netfang eineltisráðs er eineltisrad@oldutunsskoli.is

Verksvið eineltisráðs

Ferli tilkynninga um einelti

Flæðirit vegna gruns um einelti



Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is