Týndur nemandi

Vinnureglur ef nemandi hverfur úr skóla

Allir kennarar hafa skriflega skráningu á mætingu nemenda í allar kennslustundir.

  1. Komi nemandi ekki í kennslustund skal athugað á innra neti hvort hann er skráður veikur eða í leyfi.
  2. Sé svo ekki og nemandi skilar sér ekki skal kennari spyrja samnemendur hans um hann.
  3. Fáist ekki viðunandi upplýsingar hjá samnemendum tilkynnir kennari ritara um stöðu mála.
  4. Ritari lætur stjórnanda sem hann nær fyrst í vita og hann kallar til fólk og skipuleggur leit inni í skóla og á lóð.
  5. Leit hafin í skóla og á lóð.
  6. Finnist nemandi innan 10 mínútna tilkynnir stjórnandi foreldrum um málið. Finnist nemandi ekki innan 10 mínútna er hringt til foreldra og þeim einnig tilkynnt um málið og kannað hvort þeir hafi heyrt í eða viti um nemandann.
  7. Foreldri aðstoðar skólafólk við leitina, athugar heima, hjá vinum eða skyldmennum. Leitað er út fyrir skólalóð með skipulegum hætti. Stjórnandi hefur samband við lögreglur og gefur fyrirliggjandi upplýsingar. Ráðleggingar lögreglu um leit hafðar að leiðarljósi við framhald á leit.

Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is