Rýmingaráætlun Öldutúnsskóla
Ef brunaviðvörunarkerfið fer í gang skal unnið samkvæmt eftirfarandi rýmingaráætlun.
- Umsjónarmaður skóla og/eða ritari fara að stjórntöflu brunaviðvörunarkerfis og kanna hvaðan brunaboðið kemur. Ef ekki er slökkt á brunaboðanum innan tveggja mínútna eiga allir að yfirgefa bygginguna. Rýming er alltaf undirbúin um leið og heyrist í brunaboðanum.
- Skólastjórnandi og/eða umsjónarmaður skóla hefur samband við slökkviliðið í síma 112, tilkynna um eld eða gefa skýringar á brunaboðinu. Ef um falsboð er að ræða er slökkt á brunavælum sem gefur til kynna að hættuástand sé liðið hjá.
- Kennarar/starfsmenn undirbúa rýmingu kennslustofu/rýmis síns og fara eftir ákveðnum leiðbeiningum sem eru að finna í möppu á skrifstofu. Teikningar af útgönguleiðum eru á göngum skólans. Nemendur yfirgefa ekki kennslustofuna fyrr en kennari/starfsmaður hefur kannað hvort útgönguleiðin er greið. Hver kennari/starfsmaður er ábyrgur fyrir þeim bekk/hóp sem hann er að kenna/sinna þegar hættuástand skapast og þegar stofa/rými er yfirgefið þarf hann að muna eftir nafnalistanum. Ætíð skal velja þann neyðarútgang sem næstur er samkv. leiðbeiningum eða sem er greiðastur.
- Nemendur ganga út í röð, kennarinn á undan og sá nemandi/starfsmaður sem síðastur fer út úr kennslustofum/ rýmum skal loka vel öllum hurðum á eftir sér til að draga úr reykflæði um húsið. Kennari/starfsmaður fer fyrir nemendum út.
- Ef ekki er hægt að yfirgefa stofuna eða viðkomandi rými á að hafa hurðir lokaðar og bíða við opna glugga eftir aðstoð.
- Nemendur fara ekki í skó en grípa þá með sér og yfirhafnir ef kennari/umsjónarmaður telur tíma til. Æskilegt er að nemendur temji sér að vera í inniskóm.
- Sérhver starfsmaður fer á fyrirfram ákveðinn stað í byggingunni þegar brunaboði fer í gang og aðstoðar við rýmingu skólans. Sjá hlutverk starfsmanna í rýmingaráætlun í upplýsingamöppu á skrifstofu skólans.
- Þegar komið er út á söfnunarsvæðið er mjög mikilvægt að nemendur standi í einfaldri stafrófsröð og láti vita ef sá sem á undan er í röðinni vantar. Kennari fer yfir nafnalistann og kannar hvort allir séu komnir út og lætur umsjónarmann vita með því að sýna grænt spjald. Ef nemanda vantar sýnir kennari rautt spjald.
- Áríðandi: Eftir rýmingu fer allt starfsfólk á söfnunarsvæðið til aðstoðar.
- Ef um falsboð er að ræða er mjög mikilvægt að kennari noti tækifærið og ræði við nemendur um mikilvægi brunavarna og fari vel yfir rýmingaráætlunina með nemendum sínum.
- Flensborg er öryggissvæði skólans ef nauðsyn krefur.
Söfnunarsvæði fyrir 1. – 4. bekki er á sparkvellinum fyrir ofan skólann.
Söfnunarsvæði fyrir 5. – 10 bekki er á fót- og körfuboltavellinum við Selið, fyrir ofan skólann.
Teppi eru geymd í húsnæði heilsdagsskólans við hlið vallanna.