Óveður

Eftirfarandi vinnureglur gilda um viðbrögð í Öldutúnsskóla þegar óveður geisar:

Foreldrum er í sjálfsvald sett hvort þeir senda börn sín í skóla ef óveður geisar. Skólanum er ekki lokað og þau börn sem í skólann koma eru þar skóladaginn samkvæmt stundaskrá. Ekki er gert ráð fyrir heimför þeirra fyrr en venjulegum skólatíma lýkur og skal þá tryggt að þau fari ekki ein heim ef óveðri hefur ekki slotað. Haft er samband við foreldra um fyrirkomulag á heimför. Sama gildir ef óveður skellur á meðan börnin eru í skólanum, þá þurfa foreldrar að sækja þau eða tryggja heimför þeirra á annan hátt að venjulegum skóladegi loknum.

Hér má finna tilmæli um viðbrögð foreldra og forráramanna vegna óðveðurs frá stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is