Öryggisnefnd

Öryggisnefnd Öldutúnsskóla er skipuð sex starfsmönnum. Það eru tveir öryggistrúnaðarmenn sem kosnir eru af starfsmönnum og eru fulltrúar starfsmanna og síðan eru fjórir öryggisverðir sem skipaðir eru af atvinnurekanda til tveggja ára í senn, öryggisverðir eru fulltrúar atvinnurekanda.

Öryggisnefndin tekur til umfjöllunar mál sem varða aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað.

Öryggisnefnd fundar eins oft og þörf er á. Fundargerðir eru ritaðar.

Helstu verkefni öryggisnefndar eru:

  • ·Gerð og eftirfylgni áhættumats ásamt atvinnurekanda
  • Gerð vinnuverndarstefnu
  • Kynna starfsmönnum þá áhættu sem er á vinnustaðnum og varðar öryggi þeirra og heilsu og sjá til þess að starfsmenn fái nauðsynlega fræðslu og þjálfun.
  • Fylgjast með að einelti viðgangist ekki á vinnustaðnum.
  • Vélar og tæknibúnaður, hættuleg efni og starfsaðferðir stofni ekki lífi og heilsu starfsmanna í hættu.
  • Sjá til þess að öryggisbúnaður og persónuhlífar séu til staðar, í góðu ástandi og í notkun.
  • Fylgjast með skráningu slysa, óhappa og atvinnusjúkdóma.
  • Halda utan um rýmingaræfingar.

Öryggisnefnd yfirfer allan búnað og öryggismál bæði nemenda og starfsmanna í skólahúsnæðinu á hverju ári. Stuðst er við leiðbeiningar frá Vinnueftirlitinu (vinnuumhverfisvísi fyrir skóla). Öryggisnefnd skilar skýrslu til skólastjóra að lokinni yfirferð og vinnur aðgerðaráætlun í samráði við skólastjóra. Öryggisnefnd sér til þess að allar upplýsingar sem varða öryggi nemenda og starfsfólks séu aðgengilegar.

Öryggisnefnd skipuleggur rýmingu á hverju skólaári.

Hér má nálgast Öryggis- og viðbragðsáætlun Öldutúnsskóla

Sjá heimasíðu Vinnueftirlitsins


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is