Fjöldahjálparstöð

Fjöldahjálparstöðvar eru skilgreindar af almannavarnanefnd í samvinnu við Rauða kross deildir viðkomandi staða. Skólar gegna alla jafnan hlutverki fjöldahjálparstöðva. Rauða kross deildir sjá um rekstur fjöldahjálparstöðva og þegar þörf er talin á að opna fjöldahjálparstöð þá er það framkvæmt af Rauða kross deildum undir stjórn almannavarnanefnda. Meginhlutverk fjöldahjálparstöðva er að hýsa heimilislausa, veita aðstoð og upplýsingar og sameina fjölskyldur sem hafa sundrast í kjölfar hættuástands.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is