Áfallaáætlun

Í Öldutúnsskóla starfar áfallaráð sem skipað er í upphafi hvers skólárs. Í áfallaráðinu er sérvalinn hópur starfsfólks skólans sem ávallt er í viðbragðsstöðu ef upp kemur áfall sem tengist skólanum. Mikilvægt er að allar upplýsingar um slík áföll berist áfallaráði strax.

Hlutverk áfallaráðs er: 

  • Skilgreina mögulegar aðstæður/ hættur sem geta skapast í Öldutúnsskóla 
  •  Útbúa og hafa tiltæka áætlun um viðbrögð og kynna starfsmönnum og nemendum skólans áætlunina.
  •  Búa til og viðhalda áætlun svo bregðast megi við er bráð veikindi, alvarleg slys, dauðsföll eða aðrir atburðir gerast sem kunna að valda áfallastreitu og/eða sorgarviðbrögðum. 
  •  Meta í hvaða tilfellum eða aðstæðum þurfi að grípa til áfallaáætlunar.  Sjá um verkstjórn ef áföll eða slys verða. 
  • Standa að og skipuleggja fræðslu um áfallahjálp fyrir starfsfólk skólans og tryggja að starfsfólk fái stuðning og aðstoð í erfiðum málum sem þeim kunna að berast. 
  •  Að sjá um að nemendur skólans fái viðeigandi þjónustu ef þeir verða fyrir áfalli.
  • Að halda utan um og safna saman gögnum um lesefni sem að gagni gætu komið vegna áfalla er tengjast skólanum. Þessi gögn skulu vera á einum stað, öllum kunnug og aðgengileg.

Hér má nálgast viðbragðáætlun áfallaráðs Öldutúnsskóla


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is