Olweusar-áætlunin gegn einelti
Hjálpumst að – upprætum einelti og andfélagslega hegðun.
Öldutúnsskóli hefur verið Olweusarskóli frá haustinu 2004. Það byggir á kenningum prófessors Dan Olweus um árangursríkar leiðir við að fyrirbyggja og uppræta einelti, en hann hefur rannsakað einelti yfir 30 ár og er meðal fremstu fræðimanna í heiminum á því sviði. Olweusaráætlunin er ekki tímabundið átaksverkefni, heldur forvarnarverkefni sem innleiðir vinnubrögð sem eiga að vera hluti af hefðbundnu skólastarfi og samstarfi skóla og heimila. Á árum sem liðið hafa síðan við hófum þessa vinnu, en það var haustið 2004, hafa verið kennd og viðhöfð ákveðin vinnubrögð til að fyrirbyggja og stöðva einelti og andfélagslega hegðun. Nemendur fá fræðslu um einelti, birtingarform þess og afleiðingar fyrir bæði gerendur og þolendur. Allir bekkir skólans vinna bekkjarreglur á haustin og bekkjarfundir eru reglulega, þar sem m.a. er tekið á samskiptum, eineltismálum og rætt um skólabrag. Við væntum þess að foreldrar taki vel á með okkur í þessu verki áfram. Stöndum saman og búum börnum okkar öruggt og gott samfélag í skólanum þannig að öllum geti liðið þar vel.
Lena Karen Sveinsdóttir, deildarstjóri yngri deildar er verkefnisstjóri Olweusaráætlunarinnar í Öldutúnsskóla
HLÝJA - UMHYGGJA - FESTA eru einkunnarorð verkefnisins
Við viljum að öll samskipti okkar einkennist af hlýju viðmóti, að við berum umhyggju fyrir hvert öðru með því að allir láti sig varða hvernig náunganum líður. Við viljum taka með festu á málum sem upp koma og leitast við að leita lausna sem fyrst með jákvæðum og uppbyggilegum hætti.
Í skólanum er starfshópur – eineltisráð - sem tekur við tilkynningum um einelti og vinnur úr þeim á kerfisbundinn hátt eftir áætlun skólans gegn einelti. Netfang eineltisráðs er eineltisrad@oldutunsskoli.is Hvetjum alla til að senda tilkynningu ef þeir verða varir við áreiti og/eða einelti. Ráðið hefur fasta fundi aðra hverja viku og fundar oftar ef þess þarf.
Flæðirit um úrvinnslu vegna gruns um einelti.
Áæltun Öldutúnsskóla gegn eineltiNiðurstöður úr eineltiskönnunum
Verksvið eineltisráðs Öldutúnsskóla