Grænfáninn

14.5.2013

Öldutúnsskóli hefur fengið Grænfánanum afhentan fimm sinnum, síðast haustið 2016.Öldutúnsskóli fékk þá viðurkenningu Landverndar að fá að flagga Grænfánanum í fyrsta sinn haustið 2005. Grænfáninn er umhverfismerki vistvænna skóla líkt og hvíti svanurinn er umhverfismerki iðnaðarvara.

Skólinn hefur lengi verið umhverfisvænn og hefur sorp og pappír verið flokkað í mörg ár. Á tveggja ára fresti er endurnýjuð umsókn um fánann og er þá gerð úttekt á umhverfisstefnu skólans og framkvæmd hennar. Haldin var teiknisamkeppni um umhverfismerki skólans vorið 2004 og var teikning Ólafar Körlu Þórisdóttur valin. Þetta merki prýðir síðan ganga skólans og þessa síðu.  

Markmiðin með verkefninu Skóli á grænni grein eru að:

Markmið verkefnisins er að

  • Bæta umhverfi skólans.
  • Minnka úrgang, notkun á vatni og orku.
  • Efla samfélagskennd innan skólans.
  • Auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan.
  • Styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða nemendur.
  • Veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál
  • Efla alþjóðlega samkennd og tungumálakunnáttu.
  • Tengja skólann við samfélag sitt, fyrirtæki og almenning.

Markmið Öldutúnsskóla

Í skólanum…

  • Flokkum við sorp sem til fellur, s.s. pappír, fernur, plast, ydd, matar- og ávaxtaafganga.
  • Hreinsar einn bekkur skólalóðina vikulega
  • Minnkum við notkun rafmagns með því að slökkva ljós þegar þau eru óþörf.
  • Leggjum við áherslu á vettvangsferðir og útinám í nánasta umhverfi.
  • Stöndum við fyrir jafningjafræðslu sem tengist umhverfismálum.

Okkur finnst mikilvægt að viðhalda stefnu okkar og fá endurnýjað leyfi til að flagga Grænfánanum. Við erum stolt af þeirri vinnu sem hér hefur verið. Það er að okkar mati brýnt að nemendur geri sér grein fyrir að við eigum Aðeins eina jörð og að orkulindir hennar er ekki óþrjótandi. Við viljum því leggja okkar að mörkum sem vistvænn skóli og kenna nemendum virðingu fyrir umhverfi sínu og orkulindum jarðar.

Við skólann er starfandi umhverfisnefnd. Í henni sitja fulltrúar nemenda úr öllum bekkjum  7. - 10. bekk auk 5 fulltrúa kennara.

Ítarlegri upplýsingar um Grænfána verkefnið er að finna á heimasíðu Landverndar.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is