SMT skólafærni

23.4.2013

SMT- skólafærni stendur fyrir School Management Training og byggir á PMT- foreldrafærni. Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar í samvinnu við félagsþjónustuna og heilsugæsluna hafa boðið upp á námskeið fyrir foreldra til þess að vinna eftir PMT aðferðinni frá haustinu 2000. PMT – foreldrafærni byggir á kenningu Dr. Gerald Pattersons og er oft kennd við Oregon fylki í Bandaríkjunum og kallast þar Positive Behavior support/PBS.

Nánar um PMT og SMT á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar:  www.pmt-foreldrafaerni.is

Skýrar og sýnilegar reglur

Með SMT-skólafærni þjálfum við félagsfærni og veitum æskilegri hegðun aukna athygli með markvissu hrósi og umbunum. Við höfum skýr fyrirmæli að leiðarljósi og leggjum rækt við góð samskipti. Þannig skapast enn betra námsumhverfi fyrir bæði nemendur og kennara. Reglur skólans eru skýrar og sýnilegar þannig að bæði nemendur og kennarar vita mjög vel til hvers er ætlast. Skólareglurnar eru kenndar í upphafi hvorrar annar og rifjaðar upp eftir þörfum.

Reglutafla  Öldutúnsskóla.

Starfsmenn fylgja æskilegri hegðun nemenda eftir með markvissu hrósi hvort sem það er félagslegt hrós eða í formi stjörnu.  Þegar bekkurinn hefur safnað saman vissum fjölda stjörnustiga þá er haldin stjörnustund. Dæmi um stjörnustundir sem haldnar hafa verið í vetur: Sparinesti, furðufatadagur, dótadagur, sleðaferð, kökusamkeppni, popp og video, vettvangsferð, leikjadagur, baka saman og svo mætti lengi telja.



Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is