Þróunarverkefni

Nemandinn í forgrunni, þróunarverkefni um fjölbreytta kennsluhætti

Skólaárið 2005 til 2006 var hafin vinna við verkefni sem stuðla að fjölbreytni í kennsluháttum undir leiðsögn prófessors Ingvars Sigurgeirssonar. Þann 9. júní 2006 var innanhússþing í skólanum þar sem kennarar sögðu frá viðfangsefnum sínum um fjölbreytilega kennsluhætti sem þeir höfðu unnið að yfir veturinn. Síðan var safnað hugmyndum um hvernig viðhalda eigi verkefnunum og þróa þau áfram. Gerð var viðamikil skýrsla sem er á skólasafninu og á vefsíðu skólans.

Áherslur verkefnisins eru:

  • Verkefnið á að efla þá sýn á skólastarfið að litið sé á hvern árgang sem heild og að hópaskipting innan hans einskorðist ekki við bekkjardeildir.
  • Sérstaklega leitað leiða til að koma betur til móts við nemendur sem þurfa sérstakan stuðning vegna sértækra námsörðugleika, hegðunarfrávika og bráðgerra barna.
  • Lögð verði áhersla á að mynda samvinnuhópa kennara um hvern árgang sem beri ábyrgð á skipulagningu kennslu og námsumhverfis, þ.m.t. stuðningskennslu.
  • Stefnt að því að auka þverfaglega samvinnu og að sjónarmið list- og verkgreina skipi veglegan sess í verkefninu.
  • Keppa að því að kennarar þrói einstaklingsmiðaðar námsmatsaðferðir í tengslum við þróunarverkefnið.

Áhersluatriði 2006 til 2007

  • Samvinnunám: Kennsla, þjálfun og handleiðsla í samvinnunámi undir stjórn og leiðsögn Maríu Pálmadóttur, aðstoðarskólastjóra. Þessu verki verður fram haldið skólaárið 2007 til 2008.
  • Endurskoðun námsmats: Fyrirlestrar, hópvinna og stefnumótun námsmats undir stjórn Jóhönnu Karlsdóttur, lektors við Kennaraháskóla Íslands. Afrakstur þeirrar vinnu er að haustið 2007 verður samþykkt og birt stefna skólans um námsmat. Unnið verður áfram að útfærslu stefnunnar með umræðum í hópvinnu og skráningu á markmiðum og leiðum til leiðsagnar og samræmingar á námsmati í skólanum samkvæmt námsmatsstefnunni.

Áhersluatriði 2007 til 2008

Framhaldsvinna við endurskoðun á námsmati innan skólans. Fyrirlestrar, kynningar á aðferðum sem kennarar eru að þróa með nemendum sínum. Hópvinna við mótun námsmatsstefnu og við lok skólaársins var stefnana formlega samþykkt á starfsmannafundi.

Áhersluatriði 2008 til 2011

Framkvæmd á nýsamþykktri námsmatsstefnu. Í lok skólaársins skal metið hvernig gengið hefur að vinna eftir stefnunni og hún endurskoðuð í ljósi þess mats. Nokkrir umsjónarkennarar starfa í samvinnunámsteymi sem hittist að jafnaði einu sinni í mánuði og þróa kennsluaðferðina í bekkjum sínum.

Áhersluatriði 2012 til 2013

Innleiðing nýrrar aðalnámskrár hafin. Námsmat þróað áfram í anda hennar. Skólinn fékk styrk úr endurmenntunarsjóði grunnskóla sem nota skal til að greiða fyrir fyrirlestra og leiðsögn. Stefnt er að því að hafa fagfundi  um námsmat einn þriðjudag í mánuði.

Áhersluatriði 2012 til 2014

Innleiðing nýrrar aðalnámskrár hafin. Námsmat þróað áfram í anda hennar. Skólinn fékk styrk úr endurmenntunarsjóði grunnskóla sem nota skal til að greiða fyrir fyrirlestra og leiðsögn. Stefnt er að því að hafa fagfundi  um námsmat einn þriðjudag í mánuði.

Áhersluatriði 2014 til 2016

Innleiðing nýrrar aðalnámskrár.Námsmat þróað áfram í anda hennar. Unnið útfrá hugmyndafræði teymiskennslu. Samstarf við Háskólann á Akureyri.
Efling læsis. Læsisteymi við skólann sem vinnur náið með stjórnendum.

Áhersluatriði 2016-2018

Námsmat þróað í anda nýrrar aðalnámskrá. 
Unnið útfrá hugmyndafræði teymiskennslu. 
Efling læsis.



Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is