Skólasöngur Öldutúnsskóla
Texti: Þórarinn Eldjárn
Lag: Jón G. Ásgeirsson
1.
Í Öldutúni hér í Hafnarfirði
Er hugmyndin að öllum líði vel,
að allir séu afar mikils virði,
og efli frið og rækti vinarþel.
Viðlag:
Sannarlega hvergi á byggðu bóli
er betri skóli.
Það er hann frá A til Ö,
Öldutúnsskóli.
Já, það er hann frá A til Ö – Ö - Ö
……….
Öldutúnsskóli.
2.
Um fugla himins, fiskana í sjónum
og flest allt þar á milli lærum við,
og finnum þannig bæði í tali og tónum
öll tilbrigðin sem fegra mannlífið.
Viðlag:
Sannarlega hvergi…