Leikskólinn

Í október fara nemendur í 1. bekk í heimsókn í leikskólana Hvamm og Birkihvamm. Í heimsókninni fá nemendur að hitta vini sína og taka þátt í starfinu sem fer fram á leikskólunum.

Á degi íslenskra tungu fara nemendur í 4. bekk á leikskólana og lesa fyrir börnin þar. Nemendur velja sér bækur á bókasafni skólans og æfa sig í lestrinum áður en farið er á leikskólana.

Elstu börnin á leikskólunum Hvammi og Birkihvammi (Kató og Smáralundi) koma í þrjár skólaheimsóknir. Fyrsta heimsóknin er í mars, en þá fá börnin leiðsögn um skólann, litið er inn í skólastofur og sérgreinastofur.

Önnur heimsóknin er í apríl. Börnin leika við nemendur í 1. bekk í frímínútum og fá sögustund á bókasafni.

Þriðja heimsóknin er í maí. Þá fara börnin í heimsókn í 1. bekk og vinna verkefni með nemendum bekkjarins sem umsjónarkennarar skipuleggja. 

Skólinn tekur einnig á móti börnum úr öðrum leikskólum sem koma í skólann í 1. bekk.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is