Háskóli Íslands

Skólinn hefur verið með samning við Menntavísindasvið Háskóla Íslands síðan 2008 um samstarf um kennaramenntun.  Í því felst að skólinn tekur við átta kennaranemum að jafnaði á ári í vettvangsnám. Um er að ræða  æfingakennslu, kynnisheimsóknir, þátttaka í undirbúningi og kennslu, athuganir á skólastarfi og fleira sem varðar skólastarf almennt.

Tengsl samstarfsskóla eins og Öldutúnsskóla við Menntavísindasvið Háskóla Íslands skapar möguleika á samstarfi varðandi kennslu faggreina, samstarf um þróunarverkefni og/eða rannsóknir. Báðir aðilar eru opnir fyrir því að þróa slíkt samstarf samkvæmt samkomulagi hverju sinni.



Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is