Framhaldsskóli
Skil milli grunnskóla og framhaldsskóla
Í nóvember- febrúar eru námsbrautir framhaldsskólanna, inntökuskilyrði og innritunarferli kynnt fyrir nemendum 10. bekkjar.
Í janúar er framhaldsskólakynning í Hafnarfirði þar sem allir framhaldsskólar á höfuðborgarsvæðinu kynna sína skóla. Fer sú kynning fram í sal Flensborgarskóla og sjá námsráðgjafar grunnskólanna ásamt námsráðgjöfum Flensborgarskóla um skipulag.
Í febrúar koma fulltrúar frá Flensborgarskóla og Iðnskólanum með ítarlegar kynningar á námsbrautum og námsfyrirkomulagi inn í 10. bekkina.
Í febrúar er gengið frá umsóknum þeirra nemenda sem sækja um á starfsbrautum og er áður búið að funda með foreldrum og fara með viðkomandi nemendur í heimsóknir í þá skóla sem þeir sækja um í.
Í febrúar-apríl eru opin hús hjá framhaldsskólunum og eru þau vel kynnt fyrir nemendur sem og foreldrum og nemendur hvattir til að fara á opnu húsin.
Í mars er kynningafundur fyrir foreldra þar sem námsráðgjafi kynnir námsbrautir, inntökuskilyrði og innritunarferli.
Í mars-apríl er forinnritun í framhaldsskóla og er það kynnt fyrir nemendum og fylgist námsráðgjafi með því að nemendur sæki um skóla og aðstoðar eftir þörfum.
Í maí-júní fer fram lokainnritun og fylgir námsráðgjafi því eftir með nemendum og aðstoðar nemendur og foreldra eftir þörfum og veitir ráðgjöf. Er oft í sambandi við námsráðgjafa framhaldsskólanna í tengslum við þetta ferli, fundar með foreldrum og eða nemendum, skrifar bréf með einstökum nemendum.
Í maí/júní fundar námsráðgjafi með rektorum og námsráðgjöfum Flensborgarskóla og Iðnskólans og fylgir þannig eftir nemendum sem þess þurfa.
Nám á framhaldsskólastigi
Um árabil hafa nemendur Öldutúnsskóla sótt þriggja tíma valgrein í stærðfræði 103 í Flensborgarskóla þar sem áfanginn hefur verið kenndur sem heilsárskúrs.