Mentor

Mentor er þekkingarfyrirtæki sem hefur það hlutverk að veita skólasamfélaginu lausnir, þekkingu og þjónustu til aukins árangurs. Með því að auðvelda starf kennarans, veita skólastjórnendum faglega yfirsýn og þróa öflugt samskipta- og námskerfi sem nýtist nemendum og foreldrum/forráðamönnum er stuðlað að því að allir nemendur nái sínum markmiðum.

Mentor er þekkingarfyrirtæki sem hefur það hlutverk að veita skólasamfélaginu lausnir, þekkingu og þjónustu til aukins árangurs. Með því að auðvelda starf kennarans, veita skólastjórnendum faglega yfirsýn og þróa öflugt samskipta- og námskerfi sem nýtist nemendum og foreldrum/forráðamönnum er stuðlað að því að allir nemendur nái sínum markmiðum.

Öldutúnsskóli notar Mentor til að halda utan um nemenda- og starfsmannabókhald sitt. Foreldrar og nemendur hafa aðgang að kerfinu með kennitölu og lykilorði og geta nemendur séð stundatöfluna sína, fylgst með ástundun og  námsframvindu. Foreldrar hafa sama aðgang og nemendur auk þess geta þeir fylgst með skráningum í dagbók nemandans. Þá geta þeir líka haft samband með tölvupósti við foreldra barna í bekk barnsins síns og kennara skólans.

Vefsíða Mentor


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is