Ytra mat

Í 38. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 um ytra mat menntamálaráðuneytis segir:

Menntamálaráðuneyti annast greiningu og miðlun upplýsinga um skólahald í grunnskólum
á grundvelli upplýsinga frá sveitarfélögum skv. 37. gr. og með sjálfstæðri gagnaöflun.
Menntamálaráðuneyti gerir áætlun til þriggja ára um kannanir og úttektir sem miða að því
að veita upplýsingar um framkvæmd laga þessara og aðalnámskrár grunnskóla og aðra þætti
skólastarfs. Menntamálaráðuneyti skipuleggur einnig þátttöku í alþjóðlegum mennta- og
samanburðarrannsóknum.
Ráðherra setur reglugerð um innra og ytra mat og upplýsingaskyldu sveitarfélaga að höfðu
samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Gerð var úttekt á sjálfsmatsaðferðum skólans haustið 2007 af hálfu menntamálaráðuneytisins.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is