Ytra mat
Í 38. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 um ytra mat menntamálaráðuneytis segir:
Menntamálaráðuneyti annast greiningu og miðlun upplýsinga um skólahald í grunnskólum
á grundvelli upplýsinga frá sveitarfélögum skv. 37. gr. og með sjálfstæðri gagnaöflun.
Menntamálaráðuneyti gerir áætlun til þriggja ára um kannanir og úttektir sem miða að því
að veita upplýsingar um framkvæmd laga þessara og aðalnámskrár grunnskóla og aðra þætti
skólastarfs. Menntamálaráðuneyti skipuleggur einnig þátttöku í alþjóðlegum mennta- og
samanburðarrannsóknum.
Ráðherra setur reglugerð um innra og ytra mat og upplýsingaskyldu sveitarfélaga að höfðu
samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Gerð var úttekt á sjálfsmatsaðferðum skólans haustið 2007 af hálfu menntamálaráðuneytisins.
Ytra mat á starfsemi Öldutúnsskóla fór fram vor og haust 2020.
Í þessari skýrslu er gerð grein fyrir ytra mati á Öldutúnsskóla í
Hafnarfirði sem fór fram á haustönn
2020. Teknir voru fyrir þrír fyrirfram ákveðnir matsþættir; stjórnun og
fagleg forysta, nám og kennsla og innra mat. Ekki kom
fram ósk frá skóla eða sveitarfélagi um fjórða matsþáttinn. Við gerð umbótaáætlunar þarf skólinn og skólanefnd að taka tillit til þeirra
tækifæra til umbóta sem sett eru fram hér.
Hér má nálgast skýrsluna um ytra mat Öldutúnsskóla 2020
Umbótaáætlun ytra mats í Öldutúnsskóla fyrir skólaárið 2021 - 2022