Starfsmannakannanir
Skólinn notar sjálfsmatskerfið Skólapúlsinn til að fylgjast með og bæta innra starf skólans. Liður í því er að spyrja starfsmenn í skólanum um: stefnumótun, stjórnun, starfsþróun, jafnrétti/jafnræði, starfsanda, vinnuaðstöðu, álag og áreitni og einelti.
Að auki eru starfsmenn sem stunda kennslu beðnir að gefa upplýsingar um: viðhorf til skólans, aðstæður til kennslu, kennsluhætti, bekkjarstjórnun, endurgjöf og námsmat.
Könnunin fer fram í mars og skólinn fær heildarniðurstöður með samanburði við landið í heild í byrjun apríl.
Sjálfsmatskerfið hefur verið tilkynnt til Persónuverndar undir númerinu S5590. Engum persónuupplýsingum er safnað í Skólapúlsinum og því ekki hægt að sjá hver svarar hverju.
Með tilkomu Skólapúlsins 2013 verður hætt að nota spurningalista sem lagðir voru til grundvallar niðurstöðum sem fram koma í mælikvarðablaði sem sjá má í mats- og starfsskýrslum skólans frá árinu 2005.