Skólapúlsinn

Frá skólaárinu 2012-2013 notar skólinn sjálfsmatskerfið Skólapúlsinn til að fylgjast með og bæta innra starf skólans. Sjálfsmatskerfið hefur verið tilkynnt til Persónuverndar undir númerinu S5590. Engum persónuupplýsingum er safnað í Skólapúlsinum og því ekki hægt að sjá hver svaraði hverju. Nánari upplýsingar um sjálfsmatskerfið eru á www.skolapulsinn.is/um.

Skólapúlsinn er hugsaður sem hluti af þróunarstarfi skóla. Með Skólapúlsinum geta skólar fengið réttmæt gögn til að vinna með í þróunarstarfi bæði við kortlagningu, mat og endurmat. Nýnæmi verkefnisins felst fyrst og fremst í samræmingu á mati á innri þáttum skólastarfsins, svo sem líðan nemenda, virkni þeirra og aðstæðum í skólanum í gegnum sjálfvirkt kannanakerfi. Sjálfvirkni kerfisins tekur til bæði söfnunar og úrvinnslu gagna sem er nýnæmi við sjálfsmat skóla. Val á spurningakvörðum tekur mið af íslenskum aðstæðum, þar er byggt á nýjum upplýsingum sem fengist hafa með PISA rannsóknunum á Íslandi.

Markmið Skólapúlsins er að efla rannsóknir og þekkingu á þáttum í fari nemenda og einkennum skólastarfsins. Yfir tíma safnast mikið magn dýrmætra upplýsinga sem rannsakendur á sviði menntamála geta nýtt. Slíkar niðurstöður draga fram sérkenni skólans og geta upplýst á hvaða sviðum skólinn þarf að beita sér til að bæta skólastarfið og auka bæði árangur og vellíðan nemenda sinna.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is