Nemendakannanir

Nemendakönnunin mælir 19 þætti í þremur flokkum. Flokkarnir eru: virkni nemenda, líðan nemenda og skóla- og bekkjarandi. Hægt er að sjá alla þættina á heimasíðu Skólapúlsins www.skolapulsinn.is/um

Könnunin er gerð mánaðarlega meðal nemenda í 6.-10. bekk. Fjörtíu nemendur lenda í tilviljunarúrtaki úr lista sem skólinn sendir inn í kerfið í upphafi skólaárs. Hver nemandi svarar könnuninni einu sinni á ári. Nemendur svara spurningalistanum í skólanum á netinu.

Niðurstöður eru eingöngu birtar skólum í formi meðaltala og hlutfalla fyrir hópa.

Sjálfsmatskerfið hefur verið tilkynnt til Persónuverndar undir númerinu S5590. Engum persónuupplýsingum er safnað í Skólapúlsinum og því ekki hægt að sjá hver svaraði hverju.

Með tilkomu Skólapúlsins 2013 verður hætt að nota spurningalista sem lagðir voru til grundvallar niðurstöðum sem fram koma í mælikvarðablaði sem sjá má í mats- og starfsskýrslum skólans frá árinu 2005.

Skólapúlsinn 2019 - 2020 - Heildarniðurstöður
Skólapúlsinn 2018 - 2019 - 1. - 5. bekkur
Skólapúlsinn 2018 - 2019 - 6. - 7. bekkur
Skólapúlsinn 2018 - 2019 - 8. - 10. bekkur


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is