Foreldrakannanir
Foreldrakönnunin mælir 41 þátt í fjórum flokkum. Flokkarnir eru: nám og kennsla, velferð nemenda, foreldrasamstarf og heimastuðningur. Hægt er að sjá alla þættina á heimasíðu Skólapúlsins www.skolapulsinn.is/um.
Könnunin er gerð meðal foreldra barna á öllum aldursstigum skólans, þ.e. frá 1.-10. bekk. Búið er til 120 foreldra líkindaúrtak úr lista sem skólinn sendir inn í kerfið í janúar. Könnunin er framkvæmd í febrúar ár hvert.
Niðurstöður á yngsta, mið- og unglingastigi eru birtar með samanburði við landsmeðaltal í byrjun mars svo lengi sem 80% svarhlutfalli hefur verið náð.
Sjálfsmatskerfið hefur verið tilkynnt til Persónuverndar undir númerinu S5590. Engum persónuupplýsingum er safnað í Skólapúlsinum og því ekki hægt að sjá hver svaraði hverju.
Með tilkomu Skólapúlsins 2013 verður hætt að nota spurningalista sem lagðir voru til grundvallar niðurstöðum sem fram koma í mælikvarðablaði sem sjá má í mats- og starfsskýrslum skólans frá árinu 2005.