Kórastarf

Skólaárið 2021-2022

Kór Öldutúnsskóla var stofnaður 22. nóvember 1965 og er elsti starfandi grunnskólakór landsins. Kórinn og skólinn eru bundnir órjúfanlegum böndum í sögulegum skilningi. Þúsundir hafnfirskra barna hafa notið leiðsagnar í söng og tónlistarflutningi undir stjórn Egils Friðleifssonar og síðar Brynhildar Auðbjargardóttur. Kórinn hefur ferðast um allan heim, tekið þátt í kórakeppnum, kóramóturm og haldið tónleika bæði einn sér og með öðrum listamönnum. Hann hefur einnig sungið inn á fjölda geisladiska. Í tilefni 50 ára starfsafmælis kórsins var gefið út tímarit með sögu kórsins í máli og myndum, sjá hér.

Hér eru myndir frá afmælisveislu kórsins

Kór Öldutúnsskóla hefur 56. starfsár sitt þetta haustið.

Allir nemendur í 3. – 10. bekk eru velkomnir í kórinn

Æfingar hefjast og verða sem hér segir:

Litli kór (3. – 4.bekkur) æfir á miðvikudaögum í tónmenntastofunni kl. 13:35 – 14:15.

Það er nóg að krakkarnir mæti á fyrstu æfinguna, það þarf ekki að skrá þau sérstaklega fyrirfram. Þau geta prufað í eitt til tvö skipti og svo skrái ég þau inn ef þau hafa áhuga á að halda áfram.

Stóri kór (5. – 10. bekkur) æfir tvisvar í viku, á:

Mánudögum kl. 14:45 – 16:45

Miðvikudögum kl. 14:45 – 16:15

Í vetur mun stóri kór æfa í Flensborgarskóla (kórstofunni), við hefjum þó starfsárið í Öldutúnsskóla.

Fyrsta æfing vetrarins – Stóri kór:

Kórkrakkar síðan í fyrra: Miðvikudaginn 1. september kl. 14:45 í tónmenntastofunni – þetta verður upplýsingarfundur og stutt æfing. Það er mikilvægt fyrir mig að sjá hvaða hóp ég hef síðan í fyrra.

Nýir kórkrakkar mæta sama dag kl. 15:30 í tónmenntastofuna. Ég vona innilega á ég sjái sem flesta.

Fyrsta æfing vetrarins – Litli kór:

Miðvikudaginn 8. september í tónmenntastofunni.

Nánari upplýsingar um kórana og dagskrá vetrarins koma síðar.

Markmiðin með kórstarfinu eru eftirfarandi:

Að nemendur:

 • Upplifi gleði í samsöng með öðrum.
 • Þroski og þrói söngröddina (þar sem þau þjálfa undirstöðuatriði í raddbeytingu).
 • Þroski tóneyrað og hlustun (því að þau fá þjálfun í að hlusta vel bæði á sjálfan sig og aðra í kórsöngnum).
 • Öðlist reynslu af ólíkri tegund tónlistar.
 • Fái þjálfun í nótnalestri (stóri kór).
 • Myndi vinabönd og þrói og styrki þau.
 • Fari á kórmót, æfingabúðir og söngferðir utanlands- og innan.
 • Fái tækifæri til að koma fram.
 • Komi fram með öðrum tónlistarmönnum og taki þátt í fjölbreyttum verkefnum.
 • Syngi inn á upptökur.
 • Þroski einbeitingu, vinnusemi og seiglu.

Ef þið hafið einhverjar spurningar hafið samband við kórstjórann Brynhildi Auðbjargardóttur brynhildur.audbjargardottir@oldutunsskoli.is


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is