Kórastarf

Skólaárið 2022-2023

Vinningaskrá happdrættis kórs Öldutúnsskóla  vor 2023

Afhending vinninga vor 2023.

Kór Öldutúnsskóla var stofnaður 22. nóvember 1965 og er elsti starfandi grunnskólakór landsins. Kórinn og skólinn eru bundnir órjúfanlegum böndum í sögulegum skilningi. Þúsundir hafnfirskra barna hafa notið leiðsagnar í söng og tónlistarflutningi undir stjórn Egils Friðleifssonar og síðar Brynhildar Auðbjargardóttur. Kórinn hefur ferðast um allan heim, tekið þátt í kórakeppnum, kóramóturm og haldið tónleika bæði einn sér og með öðrum listamönnum. Hann hefur einnig sungið inn á fjölda geisladiska. Í tilefni 50 ára starfsafmælis kórsins var gefið út tímarit með sögu kórsins í máli og myndum, sjá hér.

Hér eru myndir frá afmælisveislu kórsins

Kór Öldutúnsskóla hefur 57. starfsár sitt þetta haustið.

 

Allir nemendur í 3. – 10. bekk eru velkomnir í kórinn

 

Stóri kór (5. – 10. bekkur) æfir tvisvar í viku, á þriðju- og miðvikudögum

Þriðjudagar:

15:00 - 17:00 Ef við höfum raddæfingar. Þá æfir hver hópur (rödd) í 40 mínútur eftir hver öðrum. Ekki er enn ljóst hvaða rödd/hópur æfir á hvaða tíma.

Þegar við erum með samæfingar á þriðjudögum (í byrjun og svo alltaf tveimur til þremur vikum fyrir gigg þá æfum við frá 15:00 - 16:30.

 

Miðvikudagar:

14:55 - 16:30

 

Fyrsta æfing vetrarins verður í Öldutúnsskóla Miðvikudaginn 31. ágúst kl. 14:55.
Æfingar kórsins verða í Ástjarnarkirkju í vetur. Við erum búin að fá þar frábært æfingahúsnæði með yndishljóm og góðri aðstöðu. Við verðum í okkar skóla fyrstu vikuna.
Margt spennandi verður á efnisskrá vetrarins eins og samstarf með öðrum tónlistarmönnum, æfingabúðir í Ölveri, jólatónleikar, ferð á kóramót erlendis í vor og margu fleira,

 

 

 

 

 

 

Litli kór (3. – 4.bekkur) æfir á mánudögum í tónmenntastofunni kl. 13:45 – 14:125

Fyrsta æfing verður mánudaginn 29. ágúst.

Það er nóg að krakkarnir mæti á æfinguna, það þarf ekki að skrá þau sérstaklega fyrirfram, ég sé um að skrá þá sem mæta. Margt skemmtilegt verður á dagskránni í vetur eins og jólatónleikar með stóra kór og frægum söngvara, Barnakóramót Hafnarfjarðar, náttfatatónleikar og gisting og fleira.

 

Nánari upplýsingar um kórana og dagskrá vetrarins koma síðar.

Markmiðin með kórstarfinu eru eftirfarandi:

Að nemendur:

 

 • Upplifi gleði í samsöng með öðrum.
 • Þroski og þrói söngröddina (þar sem þau þjálfa undirstöðuatriði í raddbeytingu).
 • Þroski tóneyrað og hlustun (því að þau fá þjálfun í að hlusta vel bæði á sjálfan sig og aðra í kórsöngnum).
 • Öðlist reynslu af ólíkri tegund tónlistar.
 • Fái þjálfun í nótnalestri (stóri kór).
 • Myndi vinabönd og þrói og styrki þau.
 • Fari á kórmót, æfingabúðir og söngferðir utanlands- og innan.
 • Fái tækifæri til að koma fram.
 • Komi fram með öðrum tónlistarmönnum og taki þátt í fjölbreyttum verkefnum.
 • Syngi inn á upptökur.
 • Þroski einbeitingu, vinnusemi og seiglu.

 

Ef þið hafið einhverjar spurningar hafið samband við kórstjórann Brynhildi Auðbjargardóttur brynhildur.audbjargardottir@oldutunsskoli.is


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is