Kór Öldutúnsskóla Velkomin í Kór Öldutúnsskóla! Kór Öldutúnsskóla var stofnaður 22. nóvember 1965 og er elsti starfandi grunnskólakór landsins. Í vetur höldum við upp á 60 ára afmæli kórsins! Því verður mikið húllum hæ á árinu. Kórastarfið er í boði fyrir alla krakka í 3. – 10. bekk sem hafa gaman að því að syngja, kynnast nýjum krökkum, læra að beita röddinni og kynnast fjölbreyttri tónlist ásamt því að fara í kórferðir jafnvel til annarra landa (eldri kór). Kórinn skiptist í tvo hópa; Litla kór (3. – 4. bekkur) sem æfir einu sinni í viku og stóra kór (5. – 10. bekk) sem æfir tvisvar í viku. Kórstjóri er Brynhildur Auðbjargardóttur Spennandi kórastarf Þar sem kórinn heldur upp á stórafmæli verður margt á dagskrá eins og: Æfingabúðir í október þar sem við gistum eina nótt – stóri kór Stórafmælisveisla í skólanum í nóvember – báðir kórar Jólatónleikar í Hafnarfjarðarkirkju: 7.- desember – báðir kórar Sungið við jólaskemmtanir í Öldutúnsskóla hjá 1. – 4. bekk – stóri kór Barnakóramót Hafnarfjarðar 21. mars – báðir kórar Náttfatatónleikar og gisting í skólanum á vorönn – Litli kór Afmælistónleikar Kór Öldutúnsskóla: 24. maí kl. 16.00 í Hörpu með fjölda tónlistarmanna – Báðir kórar Ath! Hvítasunnudagur Söngferð til Svíþjóðar (Gautaborgar)! 13 – 19. Júní – Ath! eftir að skóla lýkur. Allir í stóra kór sem hafa tök á að koma og treysta sér án forráðamanna. Æfingar Litli kór 3. -4. bekkur æfir á þriðjudögum í tónmenntastofunni kl. 13:30 – 14:15 Hægt er að skrá þau í kór með því að senda Brynhildi kórstjóra tölvupóst Einnig geta þau bara mætt á fyrstu æfingu og þá mun Brynhildur skrá þau í kórinn. ATH! Ef börnin ykkar eru í Selinu eftir skóla á þessum dögum verðið þið að láta starfsfólk þar vita að börnin ykkar séu í kórnum. Fyrsta æfing litla kórs verður þriðjudaginn 2. september kl. 13:30 í tónmenntastofunni. Stóri kór Æfir tvisvar í viku í Ástjarnarkirkju. Miðvikudögum frá 15:15 – 17:15 og á fimmtudögum frá 14:30 – 16:00 Miðvikudagsæfingarnar eru oftast hópaskiptar (hver söngrödd í 40 mínútur) nema í upphafi annar og ávallt vikurnar fyrir tónleika eða gigg. Þegar við höfum samæfingar á miðvikudögum þá eru æfingarnar í einn og hálfan tíma – Því bið ég um að ef hægt er að skipuleggja aðrar tómstundir utan þess tíma, að það sé gert. Fimmtudagsæfingarnar eru ávallt einn og hálfur tími. Krakkarnir þurfa þá að koma sér sjálf með strætó til og frá æfingum. Fyrsta æfing stóra kórs verður fimmtudaginn 4. september kl. 14:30 í Ástjarnarkirkju. Unglingastig – val Kórstarfið er hluti af því vali sem boðið er upp á og hægt að nýta valtíma í það. Ekki er hægt, eðli málsins samkvæmt að vera í meira en einu vali samtímis. Því er ekki hægt að velja sér annað fag sem skarast á við kóræfingatíma – á það við um allt val. Ástundunarreglur Þeir nemendur sem velja að syngja í Kór Öldutúnsskóla verða að stunda æfingar vel. Ef önnur tómstund nemanda utan skóla stangast á við æfingatíma að einhverju leiti þá getur nemandi fengið leyfi eða farið fyrr, aðra æfingu vikunnar, aðra hvora viku. Ef tónleikar eða aðrar uppákomur stangast á við keppni/sýningar og fleira þvíumlíkt þarf að ræða við kórstjóra með góðum fyrirvara ef forráðamenn/nemandi kýs frekar að taka þátt í hinum viðburðinum. Kórstjóri Brynhildur Auðbjargardóttir er kórstjóri og ef einhverjar spurningar vakna í tengslum við kórastarfið ekki hika við að hafa samband við hana.