Vor í lofti

28.4.2021

Nemendur hafa nýtt góða veðrið síðustu daga til útiveru. Útikennsla í stærðfræði og ritun, göngutúr að ærslabelgnum og skólalóðinni haldið hreinni með ruslatínslu. Gluggar kennslustofanna eru líka að fá á sig sumarlegan blæ. Krakkarnir í 4. L sömudu þetta fína sumarljóð og krítuðu á stéttina:

Í sumar skein sól
svo allir fengu hjól.
Kona var í sumarkjól
með kátan hund í ól.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is