Vinaleikar
Í morgun voru haldnir Vinaleikar í skólanum. Þá er nemendum raðað í hópa frá 1.bekk og upp í 10.bekk. Nemendur fara á milli stöðva og leysa allskyns þrautir og verkefni sem kennarar stýra.
Nemendur í 9. og 10.bekk stýra hópunum og passa að allir taki þátt og fari á rétta staði. Mikil ánægja er með þennan dag og skemmta allir sér konunglega.