Vika6

9.2.2023

Vika6 er sjötta vika ársins og í ár er hún 6. - 10. febrúar. Vikan er tileinkuð kynheilbrigði þar sem lagt er upp með að kynfræðsla eigi að vera skemmtileg og fræðandi. Hver vika 6 er með þema og að þessu sinni er þemað kynlíf og kynferðisleg hegðun.

Við í Öldutúnsskóla höfum tekið þátt í þessari viku þar sem allskonar verkefni hafa verið unnin. Yngri deildir skólans eru búnar að vera að vinna með líkamsvirðingu, styrkleika, fjölbreytileika, einskastaðina og tilfinningar. Eldri deildir skólans hafa verið að vinna með kynþroskann, mörk, samþykki, samskipti, kvenleika, hinseginleika og birtingarmynd karlmennsku ásamt svo mörgu öðru. Einnig hefur Aldan félagsmiðstöðin okkar verið með kahoot, horft á Big mouth og verið með tabú kvöld þessa vikuna.

Virkilega skemmtileg vika þar sem allir lögðu sitt af mörkum til þess að fræða nemendur á fjölbreyttan hátt.  


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is