Vel heppnuð vinavika
Vinavikan var í þessari viku. Yfirskrift vikunnar var: ,,Hvernig vinnum við gegn fordómum, þröngsýni og hatursorðræðu?“. Nemendur unnu fjölmörg verkefni tengt þessu þema, vinabekkir hittust og unnu saman, umræður í umræðuhópum og svona mætti lengi telja.
Virkilega skemmtileg vika þar sem vinátta, samvinna og samkennd réði ríkjum.