Vel heppnaður námssamtalsdagur

14.10.2020

Fyrri námssamtalsdagur haustsins var í dag með breyttu sniði. Foreldrar mættu ekki í skólann heldur var samtal við þá í gegnum fjarfundarbúnað og einnig var eitthvað um það að samtölin færu fram í gegnum síma. Nemendur á yngsta stigi mættu ekki í samtalið heldur voru með foreldrum sínum heima. Langflestir nemendur á mið- og unglingastigi mættu í samtal til umsjónarkennara og foreldrar þá í samtalinu heima eða á vinnustað.

Þetta breytta fyrirkomulag tókst einstaklega vel og höfðu fjölmargir kennarar það á orði að samtölin hafi verið hnitmiðuð og góð fyrir nemandann og foreldra.

Seinni námssamtalsdagur haustins verður svo þriðjudaginn 20. október.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is