Vel heppnaðar jólaskemmtanir
Nemendur mættu prúðbúnir á jólaskemmtanir. Nemendur í unglingadeild mættu að kvöldi 19. desember en nemendur í 1. – 7. bekk mættu 20. desember. Jólaskemmtun nemenda í 1. – 7. bekk er tvískipt. Skemmtun á sal þar sem nemendur eru með skemmtiatriði, kórinn okkar syngur nokkur lög og svo er dansað í kringum jólatréð. Að lokinni skemmtun á sal fóru nemendur í sínar heimastofur og áttu þar notalega jólastund með sínum umsjónarkennara.
Að loknum jólaskemmtunum eru nemendur komnir í jólafrí. Mæta aftur í skólann skv. stundaskrá þriðjudaginn 3. janúar.