Útskrift nemenda í 10. bekk

10.6.2021

Útskrift nemenda í 10. bekk fór fram við hátíðlega athöfn í hátíðarsal Flensborgarskólans miðvikudaginn 9. júní. Dagskráin var á þá leið að fyrir utan ávarp skólastjóra þá söng kórinn okkar nokkur lög, nokkrir nemendur í 10. bekk voru með tónlistaratriði, fulltrúi nemenda var með ræðu, umsjónarkennara kvöddu hópinn og svo voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur og skólasókn.

Að lokinni athöfn í Flensborg var boðið til kaffisamsætis í Öldutúnsskóla.

Vegna sóttvarnaaðgerða máttu einungis tveir mæta með hverjum útskriftarnema.

Starfsmenn Öldutúnsskóla óska útskriftarnemum hjartanlega til hamingju með þennan áfanga og við óskum þeim velfarnaðar í hverju því sem þeir taka sér fyrir hendur.

Hér má nálgast myndir frá útskrift. 


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is