Útskrift í 10. bekk

9.6.2022

Það voru 59 nemendur sem útskrifuðust frá Öldutúnsskóla miðvikudaginn 8. júní. Útskriftarathöfnin fór fram í sal Flensborgarskólans. Athöfnin var mjög hátíðleg og skemmtileg. Skólastjóri var með ávarp, fulltrúi nemenda sagði nokkur orð, atriði frá umsjónarkennurum, tónlistaratriði og viðurkenningar veittar fyrir framúrskarandi árangur. Að lokinni athöfn var boðið til kaffisamsætis í Öldutúnsskóla.

Fjölmargir gestir fylgdu útskriftarnemendum á þessa hátíð.

Starfsmenn Öldutúnsskóla óska útskriftarnemendum hjartanlega til hamingju með þennan áfanga og óskum við þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Hér má nálgast fleiri myndir frá útskriftinni.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is