Útivistarval
Nemendur í útivistarvali hafa farið í hinar ýmsu ferðir tengda útivist og vetraríþróttum núna á vorönn. Við byrjuðum tímabilið á göngu í vetrarfærð frá Vífilsstaðavatni og upp á Gunnhildi, gengum við 6.5 km í miklum og þungum snjó sem að tók vel í, stoppað var á leiðinni og fengið sér hressingu. Nemendum fannst þetta mjög erfitt sérstaklega fyrri hluti ferðarinnar og reyndi á seiglu og þrautseigju þeirra. Næst var haldið í Laugardalinn á skauta og nutu nemendur sín vel á ísnum. Í mars vorum við svo heppin að það var akkúrat opið í Bláföllum þegar við áttum bókað pláss, það var mjög vel heppnuð ferð þar sem byrjendur sem og lengra komnir skíða- og brettakappar brunuðu niður brekkurnar. Í maí skelltum við okkur í hressandi kælingu í sjónum við Nauthólsvík, sjórinn var um 7°C og fóru allir ofan í en entust mis lengi þó. Loka hnikkurinn var svo útilega við Hvaleyrarvatn í blíðskapar veðri, nemendur mættu með allar græjur sem þarf í útilegu, tjölduðu og komu sér fyrir. Farið var í ratleik um svæðið, kveikt bál, drukkið heitt kakó og grillaðir sykurpúðar. Nemendur undu sér svo vel í alls kynns leikjum og nutu útiverunnar og samvista við hvort annað. Vel heppnað valfag á enda þar sem nemendur hafa blómstrað.