Útivistarval

12.1.2023

Útivistarval Öldutúnsskóla vorið 2023 fór í sína fyrstu ferð síðastliðinn þriðjudag. Haldið var frá Vífilstaðavatni upp á Gunnhildi, gamalt byrgi skoðar, gengið yfir heiðina inn í Vífilstaðahlíð, þar var borðað nesti í skóginum. Svo var ferðinni haldið áfram upp Línuveginn, þar sem við enduðum aftur niður við Vífilstaðavatn. Leiðin var torfarin og var ferðin mjög krefjandi á köflum. Unglingarnir okkar stóðu sig eins og hetjur og okkur kennurunum sýndist allir vera kátir og glaðir í lok ferðarinnar 


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is