Útikennsla
Nemendur í 4.bekk fara vikulega í útikennslu og núna þegar veðrið leikur við okkur er nauðsynlegt að fara út. Í þessari viku unnu nemendur verkefnið ,,Veiðiferð" en þar fóru þeir út með málband og unnu með mælieiningarnar metra og sentimetra. Nemendur fengu blað með upplýsingum og áttu að finna hluti sem passaði við þau fyrirmæli sem voru á vinnublaðinu. Mjög skemmtileg nálgun þegar unnið er með mælikvarða og voru allir mjög virkir og áhugasamir.