Undankeppnir fyrir grunnskólamótið í skák

21.3.2023

Í Öldunni dagana 13. og 15. mars fóru fram undankeppnir í skák fyrir nemendur í 6. og 7. bekk. Tilgangur þeirra var að útnefna 6 nemendur á miðstigi í skólalið sem tekur þátt í grunnskólamóti í skák.Sigurvegarar undankeppninnar voru Draupnir, Breki og Ástþór í 7. bekk og Daníel Kári, Finnbogi, og Sigurður Einar í 6. bekk. Þeir mæta fyrir hönd Öldutúnsskóla á grunnskólamótið, sem fram fer í Hvaleyrarskóla á morgun, miðvikudag 22. mars klukkan 17:00.Allir þátttakendur í undankeppninni stóðu sig vel og komu mótshöldurum skemmtilega á óvart. Það er ljóst að skákáhugi meðal ungmenna fer vaxandi. Þess má t.d. geta að nemendur á miðstigi hafa haldið úti skákklúbbi í Öldunni á fimmtudögum um nokkurt skeið, en þátttaka í klúbbnum hefur aukist umtalsvert á undanförnum vikum.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is