Umhverfisdagur á föstudaginn
Árlegur umhverfisdagur Öldutúnsskóla verður föstudaginn 26. maí. Nemendur njóta útvistar hér og þar í landi Hafnarfjarðar. Nemendur mæta í skólann klukkan 08:10 og eru búnir 11:15. Frístundaheimilið Selið opnar þá fyrir þá nemendur sem eru skráðir.
Vakin er athygli á því að veðurspá er ekki sérlega góð og því þurfa nemendur að koma klæddir eftir veðri.