Tölfræði

11.3.2019

Nemendur í 8. bekk unnu í síðustu viku tölfræðiverkefni í stærðfræði. Þeir gerðu kannanir af ýmsum toga meðal nemenda á yngri stigum skólans svo sem varðandi ferðamáta í og úr skóla, íþróttaiðkun og snjalltækjanotkun svo eitthvað sé nefnt. Nemendurnir þurftu síðan að vinna úr þessum gagnasöfnum, setja fram niðurstöður bæði á tölulegan og myndrænan hátt og kynna fyrir bekkjarfélögum.     


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is