Þemadagar 22. – 24. mars
Hefðbundin kennsla verður brotin upp og nemendur vinna margvísleg og fjölbreytt verkefni í tengslum við þemað sem að þessu sinni er tileinkað sköpun.
Stundaskrá þessa daga verður sem hér segir:
- Miðvikudagur 22.03. - Nemendur eru í skólanum kl. 8:10 - 13:10.
- Fimmtudagur 23.03. - Nemendur eru í skólanum kl. 8:10 - 13:10.
- Föstudagur 24.03. - Nemendur eru í skólanum kl. 8:10 - 11:15.
Nemendur sem eru skráðir í Selið geta farið þangað eftir að skóla lýkur ofangreinda daga.
Íþróttir, sund og smiðjur falla niður og þurfa nemendur ekki að mæta með íþrótta- og sundföt. Nemendur mæta með nesti eins og venjulega. Hefðbundinn hádegismatur verður miðvikudag og fimmtudag, en á föstudag er langloka og safi fyrir þá sem eru í áskrift.
Opið hús er á föstudaginn milli kl. 8:30 og 9.30 fyrir foreldra nemenda í yngri- og miðdeild. Afrakstur þemadaga verður þá til sýnis í stofum nemenda.
Umsjónarkennarar veita nánari upplýsingar um skipulag þessara daga.