Styrkur til Öldutúnsskóla

11.6.2021

Öldutúnsskóli hlaut styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar nú á dögunum til kaupa á minni tækjum í forritunar- og tæknikennslu að upphæð 150.000 kr. Við erum afskaplega lukkuleg og þakklát fyrir það. Sjóðurinn sem við sóttum í er samfélagsverkefni sem hefur það hlutverk að efla og auka áhuga á forritunarmenntun og hagnýtingu á tækni í skólum landsins.

Í vetur höfum við verið að fikra okkur áfram í kennslu þegar kemur að forritun og tækni í skólastarfi. Sphero og Micro:bit hefur verið nýtt ásamt vefsíðum sem kenna okkur grunnatriðin í forritun. Við höfum einnig verið að kynna krökkunum fyrir möguleikum á notkun grænskjá í myndböndum og einnig notkun á mismunandi forritum eins t.d. Stop Motion, Clips og Imovie.

Krakkarnir eru spenntir og við full af tilhlökkun að halda áfram á þessari vegferð.


Öldutúnsskóli | Öldutún 9, 220 Hafnarfjörður
Sími 555-1546 | Netfang oldutunsskoli@oldutunsskoli.is